Sækja um lán

3

Aktiva

Hvað er Aktiva?

Aktiva er lánatorg sem bíður þér uppá einfalda leið til að fá lánaða peninga á netinu.

Þú getur komist að því hvað þú getur fengið mikið lánað hér á síðunni og án allra skuldbindinga. Við bjóðum vexti allt frá 9,95% og öll lán eru án uppgreiðslugjalda, þannig geta lán í gegnum Aktiva sparað þér tíma, peninga og stress.

Það er afar einfalt að sækja um lán á sanngjörnum vöxtum hér á síðunni okkar. Féð sem þú færð lánað er afgreitt beint inn á bankareikning þinn. Traust og öryggi eru lykilatriði hjá Aktiva og eru allir samningar undirritaðir með rafrænum skilríkjum til að tryggja öryggi og einfaldleika á netinu.

Hvernig nota ég lánatorgið?

Til að óska eftir láni á lánatorginu þurfa lántakendur að fylla út vefumsókn hjá Aktiva. Sem ábyrgur umsjónaraðili sækjum við upplýsingar frá Creditinfo um lánshæfi allra umsækjanda og veitum þeim sem uppfylla skilyrði lántöku þau kjör sem lánshæfismatið gefur til kynna.

Um leið og lánið er tilbúið til fjármögnunar munt þú fá féð afgreitt inn á reikninginn þinn, samdægurs.

Aktiva býður upp á lán til einstaklinga allt frá 100.000 til 1.000.000 kr. sem veltur á lánshæfi þínu á hverjum tíma.

Við notumst við 128-bit SSL öryggi og strangt, hátt öryggisstig og staðlaða dulkóðun.

Afgreiðsla

Við veitum þér sanngjarnari vexti.

  • Sanngjarnir vextir frá 9,95% á ársgrundvelli.
  • 100% veflausn, enginn pappír og allt undirritað rafrænt.
  • Lánsfjárhæð allt að 600.000 kr.
  • Einstaklingslán eru fjármögnuð að fullu innan sólarhrings.

 

 

Algjörlega gagnsætt ferli og engin falin gjöld

Hjá Aktiva erum við 100% opin og gagnsæ varðandi vaxtakjör og gjöld. Ef þú ert að hugsa um að táka lán getur þú séð hvaða vaxtakjör standa þér til boða með því að fara í gegnum umsóknarferli okkar, án skuldbindingar af þinni hálfu. Vextir eru frá 9.95%

Vextir

Vextir Aktiva byggjast á lánshæfismati. Hvert lán ber vexti í samræmi við lánshæfi umsækjanda eins og það er metið af Creditinfo og stýrir vöxtunum á láninu.

  1. Í umsóknarferlinu veitir lántaki okkur upplýsingar um sig.
  2. Þær upplýsingar og lánshæfismat Creditinfo stýra í hvaða lánshæfisflokk umsækjendur falla.
  3. Lántakar geta því sótt um lán á þeim vöxtum sem lánshæfismat þeirra segir til um.

Vaxtatafla

Flokkur Vextir
A1 9,95%
A2 9,95%
A3 9,95%
B1 11,95%
B2 11,95%
B3 11,95%
C1 14,95%
C2 14,95%
C3 14,95%

 

Gjöld lántaka

Lántaki sem stendur í skilum með reglulegar endurgreiðslur þarf ekki að greiða viðbótargjöld fyrir utan umsýslu- og afgreiðslugjöld.

Umsýslugjald Aktiva innheimtir 3,95% umsýslugjald af höfuðstól fyrir hvert lán sem tekið er, sem dregst frá fjárhæð höfuðstóls áður en lánið er afgreitt. Lántaki fær því afgreitt til sín höfuðstól lánsins að frádregnu umsýslugjaldi.

Afgreiðslugjald Lántaki greiðir 495 kr. í afgreiðslugjald við hverja endurgeiðslu sem greitt er af láninu. Afgreiðslugjaldið er tilkomið vegna umsýslu Aktiva með lánið og leggst ofan á hverja endurgreiðslu sem lántaki greiðir.

Dráttarvextir Dráttarvextir eru innheimtir ef endurgreiðsla er ekki að fullu greidd fyrir tilsettan eindaga. Dráttarvextir eru 12 % og ákvarðast af Seðlabanka Íslands við hverja vaxtaákvörðun hans. Dráttarvextir byrja að reiknast eftir eindaga en frá tilsettum gjalddaga.

Innheimtu- og lögfræðikostnaður Ef innheimtuaðgerða gagnvart lántaka er þörf mun sá kostnaður falla á greiðanda. Kostnaðurinn leggst við þá kröfu sem stofnað hefur verið til vegna viðeigandi endurgreiðslu.

Fjármögnunartími Lánsumsókn gildir í sólarhring frá þeim tíma sem hún er samþykkt með Rafrænum skilríkjum í farsíma. Takist fjármögnun ekki innan við sólarhring fellur lánsumsóknin úr gildi.

Lántaki

Lánssamningur. Gildir frá 5. maí 2017.

Almennt

Notendaskilmálar. Gildir frá 15.desember 2017.

Staðlaðar upplýsingar um neytendalán. Gildir frá 1. maí 2016.

Lánatorg

Það er einfalt að sækja um lán á sanngjörnum vöxtum hér á síðunni okkar. Féð sem þú færð lánað er afgreitt beint inn á bankareikning þinn samdægurs. Traust og öryggi eru lykilatriði hjá Aktiva og eru allir samningar undirritaðir með rafrænum skilríkjum til að tryggja öryggi og einfaldleika á netinu.

Sæktu um þegar þér hentar, hvar sem þér hentar – og án allra óþægilegra funda við hina ólíku þjónustufulltrúa.

Vextir þínir ákvarðast þannig út frá lánshæfiseinkunn þinni hjá Creditinfo en ekki aðstæðum annarra viðskiptavina.

Aktiva býður upp á lán til einstaklinga allt frá 100.000 til 1.000.000 kr. sem veltur á lánshæfi þínu á hverjum tíma og í allt að 24 mánuði.

Ertu með spurningu?

Vextir Aktiva ráðast af lánshæfiseinkunn hvers lántaka hjá Creditinfo. Til að sækja um lán í gegnum Aktiva þarf að vera með íslenska kennitölu, lögheimili á Íslandi og hafa náð 21 árs aldri.

Fyrirspurn

6 + 8 =