Settu upp þína eigin pantanir í fjárfestingum.

Aktiva er leiðandi í jafningjalánum (peer-to-peer lending) þar sem einstaklingar lána öðrum einstaklingum peninga á lánatorgi Aktiva. Fjárfesting í gegnum pantanakerfi Aktiva er skjótasta og öruggasta leiðin til að tryggja að fjárfest sé á réttum stöðum. Byrjaðu að fjárfesta

Fjárfesta

Hvað eru jafningjalán og hvernig virka þau?

Jafningjalán (peer-to-peer) eru lán sem aðilar veita öðrum á jafningjagrundvelli. Lántakar greiða síðan peninginn til baka ásamt vöxtum til lánveitanda.

Hefðbundin leið fyrir þá sem vilja leggja fyrir og ávaxta sinn sparnað er að leggja fjármuni inn á innlánsreikning með fyrirfram ákveðnum vöxtum og án mikillar áhættu. Bankinn lánar fjármunina svo áfram til lántaka sem borga oft á tíðum umtalsvert hærri vexti en hann greiðir eiganda fjármunanna, sparifjáreigandanum. Því situr stór hluti þessa mismunar á vaxtakjörum eftir hjá bankanum og eigandi fjármunanna fær einungis lítinn hluta af vaxtagreiðslum þess sem fékk þá að láni.

Jafningjalán ganga út á að taka hefðbundnar bankastofnanir út úr ferlinu. Nú getur þú lánað þína fjármuni beint til þeirra sem eru að leita að fjármögnun og þegar þeir svo endurgreiða lánið færð þú líka bróðurpartinn af þeirri ávöxtun til þín, en berð líka áhættuna. Jafningjalán snúast því um að þeir sem lána fjármuni bera áhættuna af því að þeir greiðist til baka en einnig að þeir fá greitt í samræmi við þá áhættu sem þeir taka.

Byrja strax

Opnaðu aðgang og byrjaðu að fjárfesta.

Hvaða ávöxtun vilt þú?

Raunverulega árleg ávöxtun er mælikvarði á ávöxtun á fjárfestum fjármunum á lánatorgi Aktiva. Í raun er þetta nokkurs konar vegið meðaltal ávöxtunar allra lánaflokka á lánatorginu. Endanleg ávöxtun hvers og eins fjárfestis ræðst svo af því hvernig hann velur að fjárfesta sínum fjármunum og endurgreiðslum frá lántökum.

Af hverju að fjárfesta í gegnum Aktiva?

Eftirsóknarverð ávöxtun

Lán til einstaklinga eru áhugaverður kostur sem býður almennt upp á góða ávöxtun.

Dreifing

Þú getur dreift áhættu fjárfestingar þinnar, með því að fjárfesta í mismunandi lánshæfisflokkum.

Auðvelt aðgengi

Lágmarks fjárhæðir til að byrja að fjárfesta eru 5.000 kr. Þú velur hvernig þú dreifir áhættunni og getur fylgst náið með fjárfestingunni vaxa.

Stilltu upp fjárfestingastefnu

Settu upp eignasafn sem hentar fjárfestingarstefnu þinni. Hvort sem þú vilt fjárfesta í öllu á lánatorginu, eða aðeins í ákveðnum tegundum af lánum getur þú stýrt því í hverju þú fjárfestir og hvernig þú dreifir áhættunni.

Skoðaðu meira um áhættu í fjárfestingum og frammistöðu láns.