Svonar virkar Aktiva

Hér hjá Aktiva erum við ávallt reiðubúin að svara spurningum fjárfesta sem kunna að koma upp varðandi jafningjalán. Hér má finna svör við nokkrum algengum spurningum.

Ferlið hjá Aktiva

1

Allt ferlið tekur aðeins örfáar mínútur, þar sem þú upplýsir okkur lítillega um sjálfa/-n þig og lánshæfismat er sótt.

2

Í gegnum öruggt umsóknarferli okkar getur þú samþykkt lánssamninginn með rafrænum skilríkjum. Traust og öryggi eru lykilatriði hjá Aktiva.

3

Um leið og fjármögnun lýkur er féð lagt inn á reikninginn þinn.

Hvernig virka jafningjalán?

Þegar þú tekur lán í banka þá ertu í raun að fá lánaða fjármuni innlánseigenda að einhverju marki. Lántakinn greiðir vexti sem bankinn ákveður og greiðir hluta af þeim til þeirra einstaklinga sem eru með innlán hjá bankanum.

Aktiva fjarlægir þennan millilið og tengir saman lánveitendur og lántaka á einfaldan og öruggan hátt. Þetta þýðir að lántakendur fá sanngjarnari vexti og lánveitendur (sem við köllum fjárfesta) fá betri ávöxtun. Hlutverk Aktiva er að halda utan um jafningjalánin með því að tengja saman lántakendur og fjárfesta.

Hvað er lánatorg?

Á markaðstorgum á borð við Bland.is eru einstaklingar að selja hluti til annarra einstaklinga. Lánatorg er þannig sambærilegt nema að þar eru einstaklingar að lána öðrum einstaklingum fjármuni. Hlutverk Aktiva er að halda utan um lánatorgið.

Markmið okkar er að veita þessum einstaklingum tækifæri til að hittast. Við gerum einnig ráðstafanir til að einstaklingar sem eru á lánatorginu viðhafi ákveðna háttsemi.

Hvernig nota lántakendur lánatorgið?

Til að óska eftir láni á lánatorginu þurfa lántakendur að fylla út vefumsókn hjá Aktiva. Sem ábyrgur umsjónaraðili sækjum við upplýsingar frá Creditinfo um lánshæfi allra umsækjanda og veitum þeim sem uppfylla skilyrði lántöku þau kjör sem lánshæfismatið gefur til kynna.

Hvernig nota lánveitendur (fjárfestar) lánatorgið?

Lánveitendur, sem við köllum fjárfesta, skrá sig hjá Aktiva og leggja fjármuni inn á reikning sinn í umsjón Aktiva. Fjárfestar velja einstaklingslánin á Lánatorginu og fjárfesta í ákveðnum hluta eða í heild í þeim lánum sem eru þar í boði. Með því að fjáresta að hluta til í mörgum lánum gefst fjárfestum tækifæri til að dreifa fjárfestingu sinni yfir mörg lán á sama tíma. Þetta þýðir einnig að hvert einstaklingslán er að öllu jöfnu fjármagnað af fjölda fjárfesta.

Hvernig virka endurgreiðslur?

Stærsti hluti einstaklingslána á lánatorgi Aktiva er að fullu fjármagnaður innan 24 tíma. Um leið og lán er að fullu fjármagnað er það afgreitt til lántakans. Frá þeim tímapunkti byrjar lántakinn að greiða mánaðarlega til fjárfesta í gegnum Aktiva.

Endurgreiðslur eru afgreiddar inn á Aktiva reikning fjárfesta sem afborganir af höfuðstól og vextir. Endurgreiðslur koma allar inn á sama tíma og með því er auðveldara fyrir fjárfesta að endurfjárfesta þeim fjármunum.

Fleiri spurningar?

Af hverju er Aktiva vænlegasti kosturinn?

Við veitum lántökum sanngjarnari vexti

  • Sanngjarnir vextir frá 9,95% á ársgrundvelli.
  • 100% veflausn og enginn pappír.
  • Lánsfjárhæð allt að 600.000 kr.
  • Flest einstaklingslán fjármögnuð að fullu innan sólarhrings.

Einhverju enn ósvarað?

Vextir Aktiva ráðast af lánshæfiseinkunn hvers lántaka hjá Creditinfo. Til að sækja um lán í gegnum Aktiva þarf að vera með íslenska kennitölu, lögheimili á Íslandi og hafa náð 21 árs aldri.