Um fyrirtækið

Aktiva hefur mikinn metnað og er framtíðarsýn okkar að umbreyta lánveitingum með því að bjóða upp á lánatorg sem breytir því hvernig Íslendingar hugsa um pening fyrir fullt og allt.

Um Aktiva

Við stofnuðum Aktiva til að breyta hlutum.

Jafningja lánatorg hefur raskað hinum hefðbundnu fjármálamarkaði í heiminum með því að notast við nýja tækni sem lágmarkar þann kostnað sem fylgir milliliðum í fjármálaþjónustu og færir ávinninginn af því til viðskiptavina. Við byggðum Aktiva upp frá grunni til að skapa betri fjármálaupplifun. Betri því hún er útibúalaus. Betri því hún er gagnsæ og markaðurinn tvíhliða. Og betri vegna þess að hún einblínir ekki á stofnun heldur fólkið.

Við trúum því að peningar séu ekki allt, en við trúum því að þeir séu áhrifaríkt tæki til að fjarlægja hindranir og finna jafnvægi milli þess hvað fólk vill og þess sem það þarf. Við trúum því að jafningjalán muni breyta því með hvaða hætti fólk fær lánað og fjárfestir. Við komum með þessa breytingu til Íslands.

Aktiva er í eigu Alva ehf. sem ætlar að vera leiðandi í þróun nútíma fjármálatæknilausna. Önnur fyrirtæki Alva ehf. eru Netgíró og Vergo.

Íslandsbanki veitir greiðsluþjónustu, sbr. lög nr. 120/2011, vegna greiðslumiðlunar lána Aktiva og allrar almennrar meðferðar greiðslureikninga.

TEYMISVINNA

Við trúum því að teymisvinna sé lykill að velgengni, við reiðum okkur hvort á annað

VIRÐING

Við virðum viðskiptavini okkar, hvort annað og mismunandi skoðanir.

VÖXTUR

Við unum okkur ekki hvíldar heldur fjárfestum í þróun til að tryggja viðskiptavinum okkar og samstarfsaðilum bestu þjónustuna.

ÁSKORUN

Við tökumst á við allar áskoranir í sameiningu sem faglegt teymi.

ÁNÆGJA

Hver dagur er fullur af jákvæðum upplifunum.

Fáðu lán með góðum kjörum

Sækja um lán

Auktu við fjárfestingu þína

Byrjaðu að fjárfesta