Um fyrirtækið

Aktiva hefur mikinn metnað og er framtíðarsýn okkar að umbreyta lánveitingum með því að bjóða upp á lánatorg sem breytir því hvernig Íslendingar hugsa um pening fyrir fullt og allt.

Um okkur

Við stofnuðum Aktiva til að breyta hlutum.

Jafningja lánatorg hefur raskað hinum hefðbundnu fjármálamarkaði í heiminum með því að notast við nýja tækni sem lágmarkar þann kostnað sem fylgir milliliðum í fjármálaþjónustu og færir ávinninginn af því til viðskiptavina. Við byggðum Aktiva upp frá grunni til að skapa betri fjármálaupplifun. Við trúum því að jafningjalán muni breyta því með hvaða hætti fólk fær lánað.

Undirbúningur og þróun Aktiva hófst í ársbyrjun 2014 þegar stofnandi Aktiva fjármálatækni fyrirtækið Alva, mótaði stefnu þess og hugmynd.

Starfsmenn

Framkvæmdastjóri, Hrafn Árnason

Hrafn hefur 18 ára reynslu í eignastýringu og í viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi hjá Landsbankanum, Kaupþingi, Íslandsbanka og Icelandic state financial investments (ISFI). Hrafn hefur byggt upp og stjórnað fjárfestingarteymum og fjárfestingarvörum, svo sem verðbréfasjóðum, fjárfestingarsjóðum, lífeyrissjóðum og hefur mikla reynslu í að meta hlutabréf, skuldabréf og önnur fjárfestingartæki. Í 5 ár starfaði hann sem forstöðumaður fjárfestingarstefna og forstöðumaður eignasviðs Íslandsbanka. Hrafn er með Cand.oecon gráðu í fjármálum og viðskiptum frá Háskóla Íslands og MBA gráðu frá University of Edinburgh Management School.

hrafn(hja)aktiva.is

Gísli Jónsson

Gísli Jónsson

Þjónustustjóri

Margrét Gunnarsdóttir

Margrét Gunnarsdóttir

Þjónustufulltrúi

Signý Hlíf Árnadóttir

Signý Hlíf Árnadóttir

Þjónustufulltrúi

Guðjón E. Guðjónsson

Guðjón E. Guðjónsson

Markaðsstjóri

Stjórn Aktiva

Skorri Rafn Rafnsson, stjórnaformaður

Skorri Rafn Rafnsson er stofnandi og forstjóri Alva, stærsta fjármálatæknifyrirtækis Íslands. Skorri hefur starfað sem stjórnarformaður fjölda fyrirtækja, sem dæmi má nefna Heimkaup (Amazon Íslands), Bland (Craigslist/Ebay Íslands) og Hópkaup (Groupon Íslands). Hann hefur starfað sem forstjóri stærstu smásöluverslunar landsins á netinu, ásamt því að starfa sem framkvæmdastjóri bæði hjá hugbúnaðarfyrirtæki og fjármálatæknifyrirtæki í Evrópu. Skorri hefur alla tíð verið mikill frumkvöðull, hann byrjaði að kaupa skuldabréf 10 ára gamall og varð í kjölfarið heillaður af fjármálaheiminum. Hann hefur í dag umfangsmikla reynslu af því að breyta nýsköpunarfyrirtækjum í vel rekin og framúrskarandi fyrirtæki.

Linkedin

Andri Valur Hrólfsson

Andri Valur hefur yfir 25 ára reynslu í fjármálageiranum og greiðslulausnum. Andri er fyrrverandi framkvæmdastjóri Valitor (áður Visa Ísland) þar sem hann var ábyrgur fyrir alþjóðaviðskiptum á árunum 2003-2011. Hann hóf störf hjá Visa Ísland árið 1993 sem framkvæmdarstjóri innlendrar starfsemi. Áður en hann gekk til liðs við Visa Ísland var hann í 27 ár í flugrekstri,  meðal annars sem framkvæmdarstjóri innlendrar starfsemi hjá Icelandair.

Eigendur

Fáðu lán með góðum kjörum

Sækja um lán