Vextir og gjöld

Algjörlega gagnsætt og engin falin gjöld

Hjá Aktiva erum við 100% opin og gagnsæ varðandi vaxtakjör og gjöld. Ef þú ert að hugsa um að táka lán getur þú séð hvaða vaxtakjör standa þér til boða með því að fara í gegnum umsóknarferli okkar, án skuldbindingar af þinni hálfu. Smelltu til að skoða nánar:

Vextir

Vextir Aktiva byggjast á lánshæfismati. Hvert lán ber vexti í samræmi við lánshæfi umsækjanda eins og það er metið af Creditinfo og stýrir vöxtunum á láninu. Ef þú ert að hugsa um að táka lán getur þú séð hvaða vaxtakjör standa þér til boða með því að fara í gegnum umsóknarferli okkar, án skuldbindingar af þinni hálfu. Vextir eru frá 9.95%

  1. Í umsóknarferlinu veitir lántaki okkur upplýsingar um sig.
  2. Þær upplýsingar og lánshæfismat Creditinfo stýra í hvaða lánshæfisflokk umsækjendur falla.
  3. Lántakar geta því sótt um lán á þeim vöxtum sem lánshæfismat þeirra segir til um.

Gjöld lántaka

Lántaki sem stendur í skilum með reglulegar endurgreiðslur þarf ekki að greiða viðbótargjöld fyrir utan umsýslu- og afgreiðslugjöld.

Umsýslugjald

Aktiva innheimtir 4,95% umsýslugjald af höfuðstól fyrir hvert lán sem tekið er, sem dregst frá fjárhæð höfuðstóls áður en lánið er afgreitt. Lántaki fær því afgreitt til sín höfuðstól lánsins að frádregnu umsýslugjaldi.

Afgreiðslugjald

Lántaki greiðir 495 kr. í afgreiðslugjald við hverja endurgeiðslu sem greitt er af láninu. Afgreiðslugjaldið er tilkomið vegna umsýslu Aktiva með lánið og leggst ofan á hverja endurgreiðslu sem lántaki greiðir.

Dráttarvextir

Dráttarvextir eru innheimtir ef endurgreiðsla er ekki að fullu greidd fyrir tilsettan eindaga. Dráttarvextir eru 12,75 % og ákvarðast af Seðlabanka Íslands við hverja vaxtaákvörðun hans. Dráttarvextir byrja að reiknast eftir eindaga en frá tilsettum gjalddaga og berast til fjárfestis við greiðslu.

Innheimtu- og lögfræðikostnaður

Ef innheimtuaðgerða gagnvart lántaka er þörf, einhverskonar milliinnheimta og lögfræði aðstoð þriðja aðila með tilheyrandi kostnaði þarf lántakandinn að greiða slíkt. Kostnaðurinn leggst við þá kröfu sem stofnað hefur verið til vegna viðeigandi endurgreiðslu.

Fjármögnunartími

Lánsumsókn gildir í sólarhring frá þeim tíma sem hún er samþykkt með Rafrænum skilríkjum í farsíma. Takist fjármögnun ekki innan við sólarhring fellur lánsumsóknin úr gildi.

Gjöld fjárfesta

Umsýslugjald

Fjárfestar greiða 0,85% umsýslugjalda af heildarendurgreiðslu af viðkomandi láni hverju sinni. Umsýslugjaldið er dregið frá endurgreiðslum sem afgreidd eru inn á reikning fjárfestans. Gjaldið er greitt til Aktiva fyrir umsýslu vegna endurgreiðslna lántakenda og stýringu á reikningi fjárfestans.

Spurningar?

Vextir Aktiva ráðast af lánshæfiseinkunn hvers lántaka hjá Creditinfo. Til að sækja um lán í gegnum Aktiva þarf að vera með íslenska kennitölu, lögheimili á Íslandi og hafa náð 21 árs aldri.

Fyrirspurn